Móðursýki Sunnlendinga

Eins og menn vita hafa hundruðir manna verið að væla síðustu daga vegna þess að jörðin hristist lítillega og nokkrir diskar brotnuðu og einhverjir fengu glerbrot í tærnar. Flestir venjulegir einstaklingar hefðu nú ekki kippt sér upp við þetta en fréttastofum tókst samt að grafa upp móðursjúkar húsmæður í Hveragerði og Selfossi og fengu þær til að væla fyrir framan myndavél.

Suck it up segi ég bara, talandi um að gera úlfalda úr mýflugu. 


mbl.is Meginskjálftinn var 6,3 stig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mátti nú til með að setja comment á þessa færslu... mikið átt þú gott að hafa ekki misst þitt og þína þegar jörðinn tekur að skjálfa eða annarskonar hamfarir dynja yfir fólk.....

Hafðu það bara gott og þakkaðu fyrir að eiga allt þitt í heilulagi og fjölskyldu sem er ekki í sjokki yfir að hafa misst allt sitt.

Elína (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 02:58

2 identicon

Ég hefði viljað sjá þig gera úlfalda úr mýflugu á þessari stundu er skjálftinn reið yfir og - suck it up - !!!!!!.  Einhvern vegin held ég að þú hefðir bæst í hóp "móðursjúkra húsmæðra" eins og þú orðaðir svo snilldarlega, þar sem að fyrir venjulegt fólk var þetta VIRKILEGA skelfileg upplifun og koma svo að heimilum sínum í rúst - þetta var alls ekki góð tilfinning !!.  Og það segi ég af reynslu.   

Hekla (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 03:04

3 identicon

óvá hvað þú ert harður! SHIT, hvernig er hægt að verða eins harður og þú? Viltu kenna mér??

 því þeir allra mestu naglarnir hérna á suðurlandi, þeir voru ekki með einhverja svona stæla, rétt eins og allir aðriri á Selfossi, Hveragerði, Stokkseyri, Eyrabakka og Þorlákhöfn, þá drifu allir sig til sinna nánustu til að gá hvort allt væri í lagi, hvað vissu þeir nema að húsið hefði hrunið? Hvað vissu þeir nema að eitthver í fjölskyldunni hefði slasast alvarlega? Þú hefur ekki efni á að segja þetta. Ég væri til í að sjá einhvern eins harðann og þig sjálfann upplifa svona skjálfta við upptök hans, sjáum hver er haður þá!

sunnlendingur (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 06:53

4 identicon

Getur verið að þú í þú í þínu auma lífi sért hreinlega svekktur yfir að ekki fór verr?

Getur verið að þér finnist hafa misst af hasarnum?

Getur verið að þú sért einn af þeim sem er sama um allt nema sjálfan sig?

Getur verið að þú sért að óska eftir hamförum og hörmungum til að velta þér upp úr vegna þess að þér finnst þitt líf leiðnlegt?

padda (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 09:22

5 Smámynd: Bróðir pabba þíns

Það hrundu engin hús. Það slasaðist enginn alvarlega.

Ég á marga vini og vinkonur á þessu svæði og þó þau hafi ekkert skemmt sér yfir þessu þá voru þau ekki hágrátandi eins og lítil börn og voru búin að jafna sig nokkrum stundum síðar.

Og padda, ég er ekki vanur að svara trollum, en ég vona að þú finnir þinn stall í lífinu á endanum.

Friður 

Bróðir pabba þíns, 1.6.2008 kl. 10:15

6 identicon

árið 2000 voru hús jöfnuð við jörðu og allt innbú ónýtt... Og fyrir utan það voru nokkrir einstaklingar með þessa framkomu eins og þú að vinna hjá Tryggingafélugum og mættu á svæðið til að meta tjónið sem maður hafði lennt í og það sem þeir stunduðu var að gera lítið úr fólki sem var virkilega í áfalli.... maður var bara auli að leifa sér að vera hræddur. Sumir gráta eða væla þegar þeir verða hræddir, aðrir verða reiðir.... misjafnt hvernig fólk tekur það út að vera hræddur. Og sem betur fer slösuðust fáir. En ekki gera lítið úr fólki sem sýnir tilfinningar... Erum við ekki mannleg eða eigum við bara að vera eins og frostpinnar. Börnin sem upplifðu skjálftan 2000, þau eiga mjög erfitt núna og eins þeir fullorðnu margir hverjir...... Að starfa við björgunarstörf sér maður og upplifir margar útgáfur af hræðslu.... ekki bara þegar jörðin skelfur...... þetta er bara tjáning form.......... Og hvað er að því?

Elína (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 13:25

7 identicon

Gott að vita að það séu til ekta karlmenn, mér finnst þú virkilega hugrakkur að þora að skrifa á bloggið þitt að þú sért "tilfinningadauður heimskingi", það hefðu ekki allir þorað því skal ég segja þér.

Inga (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 13:29

8 Smámynd: Bróðir pabba þíns

Inga, ip talan þín er skráð.

Bróðir pabba þíns, 7.6.2008 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband