Bersýnilega engin undankeppni.

Þetta var nú klárlega bara áhugamannakeppni. Sáuði börnin? Ekkert af börnunum þarna gerði sér grein fyrir því að það var í keppni, hélt sér ekki einusinni inná brautinni.

Ef að það á að halda svona keppni, gera hana þá almennilega. Þó að það sé nú ekki augljóst hvoru sé meira um að kenna, lélegum mótshöldurum eða bara alltof heimsk börn fengin í þetta. Kannski blanda af báðu, allavega voru fáir keppendur að gera gott mót, nema kannski þessi 9 ára.

Annars finnst mér nú lítið til hennar koma. Því að þótt að hún hafi sigrað þetta með yfirburðum, eða 5 metra á 11 sekúndum, þá fór nú hinn "Jamækanski" Usain Bolt 100 metra á 9,72 sekúndum um daginn.


mbl.is Skreið 5 metra á 11 sekúndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held reyndar að það hafi átt að standa 9 mánaða, ekki níu ára. Bæði því að þetta stóð ofar " 25 börn á aldrinum 7-12 mánaða tóku þátt " og líka því ég sé ekki alveg fyrir mér 9 ára stelpu í þessari keppni, frekar mikið svindl fyrir hin börnin, sem væru þá öll rúmlega 8 árum yngri :)

Bryndís (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 08:47

2 identicon

Hahahahaha, frábær færsla!

Guðný (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband